BÆJARRITARI - ÁRBORG

  • Hagvangur
  • 11/01/2019
Fullt starf Lögfræði

Um starfið

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir bæjarritara. Bæjarritari verður staðgengill bæjarstjóra og viðbót við öflugt stjórnendateymi Árborgar. Staða bæjarritara hefur ekki verið mönnuð hjá Árborg hin síðustu ár og því mun nýr starfsmaður að nokkru móta starfið. Miklar breytingar standa fyrir dyrum í stjórnsýslu og skipulagi sveitarfélagsins í ljósi áherslu á stafræna þróun og vegna vaxtar sveitarfélagsins. Því er leitað að skapandi og úrræðagóðum starfsmanni sem er tilbúinn að gegna lykilhlutverki í að leiða framfarir í tækni- og upplýsingamálum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Yfirumsjón með stjórnsýslu og upplýsingamálum sveitarfélagsins
• Stafræn þróun stjórnsýslu Árborgar og samskipta við íbúa sveitarfélagsins
• Ábyrgð á lögfræðilegri ráðgjöf og stjórnsýslu
• Ábyrgð á undirbúningi mála og fundarritun fyrir bæjarráð og bæjarstjórn
• Þátttaka í stjórnun, stefnumótun og umbótastarfi
• Samskipti og upplýsingagjöf til fjölmiðla, stofnana og íbúa
• Þróun íbúalýðræðis í samstarfi við bæjarstjórn


Hæfniskröfur:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
• Þekking á stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga
• Reynsla af stjórnun og upplýsingamiðlun æskileg
• Reynsla af innleiðingu upplýsingatækni æskileg
• Leiðtogahæfleikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Mjög gott vald á íslensku og ensku
• Skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð


Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
viðkomandi stéttarfélags.


Upplýsingar veita:
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 27. janúar 2019