Lífsverk - sérfræðingur í eignastýringu

 • Intellecta
 • 11/01/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Lífsverk lífeyrissjóður óskar eftir að ráða sérfræðing í eignastýringu. Eignastýring Lífsverks er tveggja manna teymi sem annast stýringu og eftirlit með eignum sjóðsins.

Helstu verkefni

 

 • Samskipti við innlenda og erlenda aðila á fjármálamörkuðum
 • Eftirfylgni með fjárfestingum
 • Skýrslugerð og upplýsingagjöf til stjórnar
 • Framkvæmd viðskipta með verðbréf í samræmi við fjárfestingarstefnu sjóðsins
 • Greining markaða og fjárfestingatækifæra með áherslu á innlendan skulda- og hlutabréfamarkað
 • Sækja upplýsinga- og kynningarfundi tengda starfinu

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

 • Háskólapróf í viðskiptafræði, verkfræði eða sambærileg menntun. Meistarapróf er kostur
 • Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur
 • Sjálfstæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
 • Haldgóð starfsreynsla í eignastýringu eða á fjármálamarkaði
 • Greiningarhæfni og hæfni til að setja fram efni og niðurstöður í tölum og texta
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma

 

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf og þarfumsækjandi að geta sýnt fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.