Notenda­þjón­usta

  • Capacent
  • 11/01/2019
Fullt starf Upplýsingatækni

Um starfið

Gildi-lífeyrissjóður óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan einstakling, sem hefur metnað til að veita fyrsta flokks tölvuþjónustu.

Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í samskiptum og vera tilbúinn til að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf.

Starfssvið

  •  Dagleg notendaþjónusta og önnur tilfallandi verkefni.
  • Uppsetning og þjónusta á vél- og hugbúnaði, bilanagreining, viðhald og lagfæringar.
  • Öryggismál.
  •  Ýmis önnur fjölbreytt verkefni sem upp koma við rekstur deildarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  •  Reynsla af rekstri upplýsingakerfa og notendaþjónustu.

  • Þekking á AD, Windows stýrikerfum, Office 365 og Skype for business er kostur.

  • Sjálfstæði, skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð.

  • Þjónustulund og færni í samskiptum.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2019