Forstöðumaður rafveitu

 • Veitur
 • 11/01/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar Stjórnendur Önnur störf

Um starfið

FRAMTÍÐIN ER SNJÖLL 

mótaðu hana með okkur

 

Framtíð rafveitu er snjöll og felur í sér að hámarka nýtingu rafdreifikerfanna og vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum. Stjórnandi er ábyrgðarmaður rafmagns, leiðtogi sem brennur fyrir nýsköpun, tækni og öryggi.

 

Forstöðumaður rafveitu

Við leitum að stjórnanda í framkvæmdastjórn fyrirtækisins sem er tilbúinn til að þróa og útfæra hugmyndir sínar með nýsköpun og tæknilegum lausnum.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið

Dreifikerfi okkar nær til Reykjavíkur, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness, Garðabæjar og Seltjarnarness. Forstöðumaður rafveitu er ábyrgðarmaður rafmagns og leiðir teymi sérfæðinga. Ber ábyrgð á framtíðarsýn, uppbyggingu, rekstri og tekjuflæði rafveitunnar.

 

Framtíðarsýn rafmagnsveitu

 • Trygg afhending - alltaf
 • Stefnuáherslur rafmagns

Dreifikerfið alltaf til reiðu

 • Hámörkun í nýtingu rafdreifikerfis
  • Álagsstýra til að besta nýtingu rafdreifikerfisins
 • Að rafdreifikerfið sé tilbúið að taka við framleiðslu notenda

Öryggi - alltaf

 • Aldrei sé unnið við rafbúnað undir spennu eða fólk varið gegn spennu með öllum tiltækum ráðum

Aflvaki orkuskipta

 • Veitur séu leiðandi í orkuskiptum í samgöngum og mikilvægi Veitna öllum ljóst í því sambandi
 • Boðið upp á orkuskipta- og ráðgjafaþjónustu
 • Dreifikerfi rafmagns ráði alltaf við orkuskipti í samgöngum
 • Alltaf hægt að fæða alla rafbíla

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leiðtogahæfni
 • Stefnumiðuð hugsun og greiningarhæfni
 • Ástríða fyrir nýsköpun
 • Samskiptahæfni og færni í að miðla sýn
 • Tæknileg innsýn
 • Fullnaðarpróf frá rafmagnsdeild viðurkennds verk- eða tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu námi við störf sem lúta að vinnu við háspennuvirki og/eða rekstur þeirra.

Hvers vegna Veitur

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

 

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur er til og með 22.janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðssérfræðingur, starf@veitur.is.