Rekstrarstjóri fráveitu

  • Veitur
  • 11/01/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

FRAMTÍÐIN ER SNJÖLL 

mótaðu hana með okkur

 

Stóra stundin er runnin upp

Við leitum að hugmyndaríku og drífandi fólki sem er tilbúið til að taka þátt í nýsköpun og framþróun og móta með okkur snjalla framtíð.

 

Framtíð fráveitu felur í sér sporlausa fráveitu, blágrænar regnvatnslausnir og fræðslu til almennings. Rekstrarstjóri fráveitu framtíðarinnar sér um að rekstur fráveitunnar gangi snuðrulaust fyrir sig, brennur fyrir hreinum ströndum og nýtir tækniþróun, nýsköpun og góð samskipti til að það verði að veruleika.

 

Rekstrarstjóri fráveitu

Sem rekstrarstjóri hjá okkur ert þú með heildaryfirsýn yfir rekstur fráveitu. Þú berð ábyrgð á eftirlits-, viðhalds- og viðbragðsáætlunum, greinir rekstrargögn og ákvarðar aðgerðir til að lágmarka kostnað við viðhald og eftirlit og tryggja að fráveitukerfið sinni sínu hlutverki, alltaf. Þú gangsetur úrbætur til að leysa úr bilunum ásamt endurnýjun á búnaði sem er í rekstri. Fylgist með framkvæmdum ástandsgreininga og ákvarðar aðgerðir í samráði við tæknistjóra. Sem rekstrarstjóri fráveitu munt þú sinna nýsköpun og vinnur að snjallvæðingu fráveitukerfis bæði til eftirlits og stýringa. Mikilvægur hluti starfsins er að stuðla að bættum öryggismálum.  

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Próf í verk-, tæknifræði eða sambærilegu
  • Frumkvæði og umbótahugsun
  • Metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Ástríða fyrir tækni og nýsköpun
  • Samskiptahæfni

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

 

Hvers vegna Veitur

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 22.janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðssérfræðingur, starf@veitur.is.