Rafeindavirki

  • Örtækni
  • 18/01/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Rafeindavirki eða einstaklingur með sambærilega menntun óskast til að veita tæknivinnustofu Örtækni forstöðu.

Starfið felst í ábyrgð á daglegum rekstri, svo sem öflun verkefna, sjá um framkvæmd verkefna og afgreiðslu, ráðningu starfsfólks, verkstjórn, efniskaup, framleiðslustjórnun og gæðaeftirlit.

Gerð er krafa um mjög góða tölvukunnáttu, þekkingu á rafmagns og rafeindamarkaði, ásamt afburða hæfileikum í mannlegum
samskiptum. Vinnutíminn er kl. 8 – 17 virka daga.

Yngri umsækjendur með minni reynslu en brennandi áhuga á ofangreindum verkefnum eru hvattir til að senda inn umsókn.

Frekari upplýsingar um starfsemi Örtækni: www.ortaekni.is

Umsóknir skulu sendar á tölvupóst: thorsteinn@ortaekni.is