ÞJÓNUSTURÁÐGJAFI

  • Vörður
  • 11/01/2019
Fullt starf Skrifstofustörf Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Brennur þú fyrir þjónustuveitingu, ráðgjöf og samskiptum? Átt þú gott með að vinna í teymi starfsmanna sem sinna fjölbreyttum
og ólíkum verkefnum frá degi til dags?

Vörður leitar að öflugum liðsauka í teymi þeirra sem vinna í þjónustumiðju félagsins. Helstu verkefni hópsins snúa að
vátryggingaráðgjöf til einstaklinga og minni fyrirtækja, þjónustu er varðar smærri tjón, samskiptum og þjónustu og þátttöku í
verkefna- og/eða starfshópum innan félagsins. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um en viðkomandi einstaklingur þarf
að hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun og/eða reynslu af störfum við þjónustu og ráðgjöf.

HELSTU VERKEFNI

  • Vátryggingaráðgjöf til einstaklinga og minni fyrirtækja
  • Úrlausn er varðar smærri tjón
  • Samskipti og þjónusta
  • Þátttaka í verkefnum og/eða starfshópum innan félagsins.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 20. JANÚAR 2019

Vörður er lifandi og skemmtilegur vinnustaður með fjölskylduvæna og heilsueflandi mannauðsstefnu þar sem unnið er
í anda jafnréttis. Vinnuumhverfi félagsins er nútímalegt, jákvætt og árangursmiðað.

Nánari upplýsingar veitir Linda Ingólfsdóttir, teymisstjóri þjónustumiðju, í netfanginu linda@vordur.is eða Harpa Víðisdóttir,
mannauðsstjóri, í netfanginu harpa@vordur.is