Staða deildarstjóra við leikskólann Lækjarbrekku laus til umsóknar

  • Sveitarfélagið Strandabyggð
  • 11/01/2019
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara í starf deildarstjóra.

Starfshlutfallið er 100% og er vinnutíminn 8:00-16:00.

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2019.

Menntunar og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf til að starfa sem leikskólakennari.
• Góð samskiptahæfni.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Nánari starfslýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið: leikskolastjori@strandabyggd.is

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum til leikskólastjóra.

Umsóknafrestur er til 22. janúar 2019.

Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum standist þær ekki kröfur.