Leikskólastjóri - nýr leikskóli í Skarðshlíð

 • Hafnarfjarðarbær
 • 11/01/2019
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir leikskólastjóra í fjögurra deilda leikskóla, Skarðshlíðarskóla, nýjan leikskóla þar sem nú þegar er starfandi grunnskóli. Leik, grunn- og tónlistarskóli munu vera í samstarfi undir sama þaki ásamt íþróttamiðstöð.

 

Meginhlutverk leikskólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri leikskólans og að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í leikskólastarfi. Jafnframt að sinna samstarfi við skólasamfélagið og tryggja samvinnu skólastiganna.

 

Leitað er eftir öflugum leiðtoga sem er tilbúinn að byggja upp metnaðarfullt skólastarf þar sem skapandi starf og styrkleikanálgun í/við stjórnun er höfð að leiðarljósi sem og hæfni til þess að leiða samstarfsfólk að sameiginlegum markmiðum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun áskilin
 • Leyfisbréf sem leikskólakennari áskilið
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða menntunarfræða
 • Stjórnunarreynsla áskilin
 • Leiðtogafærni
 • Víðtæk þekking á leikskólastarfi
 • Áhugi á skólaþróun og faglegur metnaður
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
 • Góð tölvukunnátta og þekking á nauðsynlegum kerfum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsókn um starfið þarf að fylgja greinagóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu og þeim verkefnum sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna leikskólastjórastarfi.

 

Nánari upplýsingar veitir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu, fanney@hafnarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2018.

 

Í Hafnarfirði eru íbúar tæplega 30.000 og rekur bærinn nú 15 leikskóla og er með þjónustusamning við tvo til viðbótar.

Markmið Fræðslu- og frístundaþjónustu er að vera faglegt og framsækið forystuafl í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum og veita börnum og fjölskyldum í bænum heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi.


Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.