Upplýsingafulltrúi óskast

  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • 14/01/2019
Fullt starf Fjölmiðlar Sérfræðingar

Um starfið

Laust er til umsóknar starf upplýsingafulltrúa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Í ráðuneytinu starfa tveir ráðherrar. Upplýsingafulltrúi heyrir beint undir ráðuneytisstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla.
• Gerð fréttatilkynninga og kynning á verkefnum ráðuneytisins.
• Ritstjórn og umsjón með vef ráðuneytisins og samfélagsmiðlum.
• Ráðgjöf og aðstoð til starfsfólks vegna kynningar-, fræðslu- og útgáfumála.
• Aðstoð við framkvæmd viðburða á vegum ráðuneytisins.
• Umsjón með ritun og útgáfu ársrits.

Hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Mjög gott vald á íslensku og ensku.
• Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Góð færni í notkun samfélagsmiðla.
• Frumkvæði, ábyrgð, samskiptahæfni og góð framkoma.
• Geta til að vinna undir álagi.

Frekari upplýsingar um starfið
Um laun fer samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármála- og efnahagsráðherra og
Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Æskilegt er að umsækjandi geti
hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal skila á postur@anr.is og skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að
gegna starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 28. jan.

Öllum umsóknum verður
svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í síma
545 9700. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.