Listaháskóli Íslands leitar að kraftmiklum einstaklingi til að leiða öflugt starf bókasafns- og upplýsingaþjónustu skólans
Forstöðumaður stýrir mótun og eftirfylgni á stefnu bókasafns- og upplýsingaþjónustu LHÍ, ber ábyrgð á daglegri starfsemi safnsins, gerð og eftirfylgni árhagsáætlunar, hefur y r- umsjón með störfum starfsfólks safnsins, stýrir skipulagningu safnefnis og aðgengi og leggur fram áætlanir um uppbyggingu safnkosts, búnaðar og þjónustu.
Forstöðumaður tekur þátt í faglegu samstar bókasafna, innanlands sem utan, og sinnir rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði listbókasafns- og upplýsingafræði. Viðkomandi er í samstar við starfsfólk allra deilda Listaháskólans.
Menntun, reynsla, hæfni
Ráðið er í starfið frá 1. mars 2019 eða eftir samkomulagi
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt eigi síðar en fimmtudaginn 7. febrúar á netfangið starfsumsokn@lhi.is
merkt: Bókasafns- og upplýsingaþjónusta – Listaháskóli Íslands.
Í Listaháskóla Íslands eru fimm deildir, en innan þeirra eru starfræktar samtals átján námsbrautir, þar af þrettán á bakkalárstigi og fimm á meistarastigi.
Listaháskóli Íslands er miðstöð æðri listmenntunar á Íslandi. Skólinn er með viðurkenningu stjórnvalda á fræðasviði lista. Skipulag náms er grundvallað á Bologna - viðmiðum Evrópuríkjanna.
Listaháskólinn er skóli allra listgreina. Hann er einstakur á alþjóðavísu að því leyti að námsframboð er afar fjölbreytt en nemendur eru hlutfallslega fáir í samhengi við námsframboð. Listaháskólinn er eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og hefur því víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum. Skólinn starfar í alþjóðlegu umhverfi og miðar sig við þá skóla í nágrannalöndunum sem þykja skara fram úr í kennslu og miðlun þekkingar á sviðum lista.
Listaháskólinn er skóli allra listgreina. Hann er einstakur á alþjóðavísu að því leyti að námsframboð er afar fjölbreytt en nemendur eru hlutfallslega fáir í samhengi við námsframboð. Listaháskólinn er eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og hefur því víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum. Skólinn starfar í alþjóðlegu umhverfi og miðar sig við þá skóla í nágrannalöndunum sem þykja skara fram úr í kennslu og miðlun þekkingar á sviðum lista.
Listaháskólinn er vettvangur fyrir nútímalega listsköpun og samfélag þar sem áhersla er lögð á að skerpa sköpunargáfu nemenda. Skólinn tekur virkan þátt í þjóðlífinu og tengir um leið íslenskan menningargrunn alþjóðlegu umhverfi lista og menningar með fjölbreyttum nemendahópi og samstarfi við erlenda listaháskóla.