Skrifstofustjóri/ verkefnastjóri

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 25/01/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við lyflækningar krabbameina er laust til umsóknar starf skrifstofustjóra/ verkefnastjóra. Starfið er mjög fjölbreytt og krefjandi og mun viðkomandi m.a. hafa umsjón með rekstri skrifstofu sérgreinarinnar og verða hluti teymis sérgreinarinnar. Skrifstofustjóri/ verkefnastjóri vinnur undir stjórn yfirlæknis lyflækninga krabbameina.

Við leitum eftir skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Umsjón með rekstri skrifstofu sérgreinarinnar
» Umsjón með vinnuskipulagi, vaktaskrá og vinnutímaskráningu sérfræðilækna
» Upplýsingagjöf og samskipti við t.a.m. sjúklinga og starfsmenn
» Ýmis verkefni fyrir yfirlækni og sérfræðilækna sérgreinarinnar
» Skipuleggja fundi, vinnustofur og aðra viðburði
» Aðstoð við skipulagningu kennslu og vísindastarfa á vegum sérgreinarinnar
» Þátttaka og þróun í upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá sviðsins
» Svara í ráðgjafarsíma í samvinnu við hjúkrunarfræðing og sérfræðilækna
» Þátttaka í ýmsum sérverkefnum t.d. gerð bæklinga og staðlaðra upplýsinga til sjúklinga og þróun á heimasíðu

» Umsjón með rekstri skrifstofu sérgreinarinnar
» Umsjón með vinnuskipulagi, vaktaskrá og vinnutímaskráningu sérfræðilækna
» Upplýsingagjöf og samskipti við t.a.m. sjúklinga og starfsmenn
» Ýmis verkefni fyrir yfirlækni og sérfræðilækna sérgreinarinnar
» Skipuleggja fundi, vinnustofur og aðra viðburði
» Aðstoð við skipulagningu kennslu og vísindastarfa á vegum sérgreinarinnar
» Þátttaka og þróun í upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá sviðsins
» Svara í ráðgjafarsíma í samvinnu við hjúkrunarfræðing og sérfræðilækna
» Þátttaka í ýmsum sérverkefnum t.d. gerð bæklinga og staðlaðra upplýsinga til sjúklinga og þróun á heimasíðu

Hæfnikröfur » Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
» Skipulögð, og nákvæm vinnubrögð
» Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
» Mjög góð kunnátta í íslensku og góð kunnátta í ensku
» Framúrskarandi tölvukunnátta
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Reynsla í verkefnastjórnun er æskileg
» Menntun sem nýtist í starfi

» Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
» Skipulögð, og nákvæm vinnubrögð
» Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
» Mjög góð kunnátta í íslensku og góð kunnátta í ensku
» Framúrskarandi tölvukunnátta
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Reynsla í verkefnastjórnun er æskileg
» Menntun sem nýtist í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 11.02.2019 Nánari upplýsingar Agnes Smáradóttir, agnessma@landspitali.is, 543 6866 Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir, thoring@landspitali.is, 824 5480 LSH Lyflækningar krabbameina Hringbraut 101 Reykjavík