HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI/ HÓTELSTJÓRI SJÚKRAHÓTELS VIÐ HRINGBRAUT

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 31/01/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf hjúkrunardeildarstjóra/ hótelstjóra sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Við leitum eftir kraftmiklum stjórnanda með víðtæka reynslu í stjórnun, rekstri og hjúkrun til að leiða uppbyggingu hótelsins. Hjúkrunardeildarstjóri sem jafnframt er hótelstjóri stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um málefni hótelsins. Gert er ráð fyrir að hótelið taki til starfa á fyrri hluta árs 2019.

Opnun 75 herbergja sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Markmiðið er að stytta meðallegutíma á spítalanum, efla dag- og göngudeildarþjónustu og bæta skilvirkni.
Notendur sjúkrahótels verða ekki innskrifaðir á legudeildir á sama tíma og þeir dvelja á sjúkrahóteli, þeir þurfa að vera sjálfbjarga en gætu þurft eftirlit og aðstoð hjúkrunarfræðings eða sértæka þjónustu á dag- og göngudeildum. Á sjúkrahóteli geta einnig dvalið aðstandendur sjúklinga, foreldrar sem bíða fæðingar eða fólk sem býr fjarri sérhæfðri heilbrigðisþjónustu.

Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. mars 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri flæðisviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrunardeildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, ber faglega-, fjárhagslega- og starfsmannaábyrgð. Hann ber ábyrgð á starfsemi hótelsins í samvinnu við framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir góða þjónustu á hótelinu, að hún sé áreiðanleg, örugg, sveigjanleg, traust og að umhverfi og andrúmsloft á hótelinu sé hlýlegt.

Hjúkrunardeildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, ber faglega-, fjárhagslega- og starfsmannaábyrgð. Hann ber ábyrgð á starfsemi hótelsins í samvinnu við framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir góða þjónustu á hótelinu, að hún sé áreiðanleg, örugg, sveigjanleg, traust og að umhverfi og andrúmsloft á hótelinu sé hlýlegt.

Hæfnikröfur » Farsæl stjórnunarreynsla
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
» Leiðtogahæfni
» Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
» Frumkvæði og metnaður í starfi
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Framhaldsnám sem nýtist í starfi er kostur
» Reynsla af hótelrekstri er kostur

» Farsæl stjórnunarreynsla
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
» Leiðtogahæfni
» Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
» Frumkvæði og metnaður í starfi
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Framhaldsnám sem nýtist í starfi er kostur
» Reynsla af hótelrekstri er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, kennslu og vísindavinnu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
Umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjúkrunarráðs Landspítala. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 20.02.2019 Nánari upplýsingar Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, gudrakel@landspitali.is, 543 1000 LSH Skrifstofa flæðisviðs Fossvogi 108 Reykjavík