Námsstöður deildarlækna í samþættu kjarnanámi í bráðagreinum lækninga á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri

  • Landspítali
  • Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
  • 31/01/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Námsstöður deildarlækna í samþættu kjarnanámi í bráðagreinum lækninga (bráðalækningum, lyflækningum eða svæfinga- og gjörgæslulækningum) við Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna í samþættu kjarnanámi í bráðagreinum lækninga (SKBL).
Námið fer fram á Landspítala en getur einnig farið fram að hluta á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

» Stöðurnar eru veittar til allt að þriggja ára frá 26. ágúst 2019 eða eftir samkomulagi.
» Um fullt starf og nám er að ræða.
» Námið er samkvæmt marklýsingu sem byggir á sambærilegu námi í Bretlandi, sem kallast Acute Care Common Stem (Sjá vefslóð hér neðar.)
» Námið hentar sérstaklega námslæknum sem hyggja á frekara sérnám í bráðalækningum, lyflækningum eða svæfinga- og gjörgæslulækningum.

Val er um þrjár mismunandi námsleiðir, sem ákveðnar eru í byrjun sérnáms:
A. Bráðalækningar
B. Lyflækningar
C. Svæfinga- og gjörgæslulækningar

Fyrstu tvö námsárin skiptast í vistir innan bráðalækninga, bráðalyflækninga og svæfinga- og gjörgæslulækninga. Þriðja árið er alfarið innan þeirrar sérgreinar sem valin var.

Nám í lyflækningum hefur þegar fengið vottun Royal College of Physicians í Bretlandi og mats- og hæfisnefnd hefur formlega samþykkt marklýsingu lyflækninga, en einnig verður sóst eftir vottun frá Royal College of Emergency Medicine og Royal College of Anaesthetists í Bretlandi.
Mats- og hæfisnefnd um starfsnám lækna hefur samþykkt marklýsingu sérnámsins.

SJÚKRAHÚSIN BJÓÐA
» Fyrri hluta sérfræðináms í bráðalækningum, lyflækningum eða svæfinga- og gjörgæslulækningum í allt að þrjú ár.
» Handleiðara, sem hafa fengið sérstaka þjálfun. Sérnámshandleiðari fylgir námslækni eftir öll þrjú árin, en auk þess styður klínískur handleiðari við námslækninn á hverri þriggja til sex mánaða vist.
» Kennslustjóra sem taka að sér tiltekin verkefni sem snúa að náminu auk á annað hundrað sérfræðilækna með breiða þekkingu í bráðalækningum, lyflækningum eða svæfinga- og gjörgæslulækningum.
» Rafrænt skráningarkerfi (ePortfolio) sem heldur utan um framgang námslæknis.
» Skipulega fræðslu, hermikennslu og undirbúning fyrir FRCEM, B og C, MRCP eða FRCA I prófin.
» Gæðaverkefni og rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda.
» Nám samhliða starfi.
» Námsráðstefnur skv. kjarasamningi.
» Að námslæknar sæki um að stunda meistaranám eða doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands

Helstu verkefni og ábyrgð » Vinna og nám á bráða-, svæfinga-, gjörgæslu, legu-, dag- og göngudeildum ásamt vaktþjónustu
» Vinna við ráðgjöf lyflækninga á deildum Landspítala, undir umsjón sérfræðilækna
» Kennsla kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
» Þátttaka í gæðaverkefnum og vísindavinnu
» Framhaldsnám í bráðalækningum, almennum lyflækningum eða svæfinga- og gjörgæslulækningum
» Standast þarf árlegt stöðumat, til að námslæknir geti færst yfir á næsta námsár

» Vinna og nám á bráða-, svæfinga-, gjörgæslu, legu-, dag- og göngudeildum ásamt vaktþjónustu
» Vinna við ráðgjöf lyflækninga á deildum Landspítala, undir umsjón sérfræðilækna
» Kennsla kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
» Þátttaka í gæðaverkefnum og vísindavinnu
» Framhaldsnám í bráðalækningum, almennum lyflækningum eða svæfinga- og gjörgæslulækningum
» Standast þarf árlegt stöðumat, til að námslæknir geti færst yfir á næsta námsár

Hæfnikröfur » Hafa lokið kandídatsári og hafa lækningaleyfi á Íslandi eða uppfylla skilyrði til þess
» Áhugi á að starfa við bráðalækningar, lyflækningar eða svæfinga- og gjörgæslulækningar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

» Hafa lokið kandídatsári og hafa lækningaleyfi á Íslandi eða uppfylla skilyrði til þess
» Áhugi á að starfa við bráðalækningar, lyflækningar eða svæfinga- og gjörgæslulækningar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Starfið auglýst 2. febrúar 2019. Umsóknarfrestur framlengdur til og með 25. febrúar 2019.

Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um námsferil og fyrri störf. Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Gísli H. Sigurðsson er kennslustjóri samþætts kjarnanáms í bráðagreinum lækninga, en með honum starfa framhaldsmenntunarstjórar hinna þriggja sérgreina sem í sameiningu standa að sérnáminu.

Nánari upplýsingar veita:
Friðbjörn Sigurðsson framhaldsmenntunarstjóri lyflækninga - fridbjor@landspitali.is - sími 543 6550
Hjalti Már Björnsson, framhaldsmenntunarstjóri bráðalækninga - hjaltimb@landspitali.is - sími 543 2279
Kári Hreinsson, framhaldsmenntunarstjóri svæfinga- og gjörgæslulækninga - karih@landspitali.is - sími 543 7206 Acute Care Common Stem

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 25.02.2019 Nánari upplýsingar Gísli Heimir Sigurðsson, gislihs@landspitali.is, 543 7350 LSH Skrifstofa framkvæmdastjóra lækninga Eiríksgötu 5 101 Reykjavík