Aðalbókari Hertz

 • Bílaleiga Flugleiða Hertz
 • 01/02/2019
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Bílaleiga Flugleiða ehf. - Hertz á Íslandi óskar eftir að ráða til sín aðalbókara.

Aðalbókari heyrir undir fjármálastjóra.

Aðalbókari stýrir bókhaldi Bílaleigu Flugleiða ehf. og dótturfélaga og hefur umsjón með skráningu bókhalds sem og að sjá um bókhaldsvinnslur. Aðalbókari er staðgengill í fjarveru fjármálastjóra.

Um fullt starf er að ræða.

Starfssvið:

 • Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi.
 • Umsjón með bókhaldskerfinu Navision.
 • Færsla bókhalds.
 • Skilagreinar.
 • Vinna með fjármálastjóra að milliuppgjörum og áætlanagerð.
 • Afstemmingar og önnur úrvinnsla.
 • Uppgjör og skýrsluvinnsla.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í viðskiptafræði.
 • Reynsla af sambærilegu starfi.
 • Nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Góð tölvukunnátta og góð Excel kunnátta.
 • Góð samskiptafærni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Umsóknir sendist á atvinna@hertz.is 

Umsóknarfrestur til og með 28. febrúar 2019