Skrifstofustjóri

  • Hörgársveit
  • 01/02/2019
Fullt starf Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Hörgársveit óskar að ráða skrifstofustjóra  í fullt starf. Meginverkefni hans verður að sjá um alla daglega umsýslu vegna fjármála sveitarfélagsins, áætlanagerð  í því sambandi  auk almennra  starfa við stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Skrifstofustjóri er staðgengill sveitarstjóra og vinnur náið með honum. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. maí 2019.

Helstu kröfur um hæfni eru:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi er æskilegt
  • Mikil færni í bókhaldsstörfum nauðsynleg
  • Reynsla við notkun Microsoft Dynamics NAV bókhaldskerfi æskileg
  • Reynsla af gerð og framkvæmd rekstrar- og fjárhagsáætlana
  • Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga
  • Hæfni til að miðla upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli
  • Færni í mannlegum samskiptum

Hörgársveit  er við vestanverðan  Eyjafjörð, næsta sveitarfélag norðan Akureyrar. Þar búa um 625 manns. Meginhluti sveitarfélagsins er dreifbýli, þéttbýli  eru á Lónsbakka og Hjalteyri. Sveitarfélagið  rekur m.a. grunnskóla,  leikskóla, íþróttamannvirki, þjónustustöð  og félagsheimili,  auk þess að eiga samstarf við nágrannasveitarfélög um ýmsa rekstrarþætti.  Mikil uppbygging  og íbúafjölgun er áætluð í sveitarfélaginu á næstu árum.

Nánari upplýsingar  gefur sveitarstjóri    í  síma 460-1752  og netfangi snorri@horgarsveit.is.

Umsókn um  starfið ásamt ferilskrá með  mynd sendist skrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla,  601 Akureyri eða á netfangið snorri@ horgarsveit.is.

Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2019.