Mannauðsstjóri

 • Náttúrufræðistofnun Íslands
 • 01/02/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Náttúrufræðistofnun Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður auglýsa laust til umsóknar 100% starf mannauðsstjóra. Um er að ræða 50% starf hjá hvorri stofnun fyrir sig með aðsetur að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ.

Starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra hjá Vatnajökulsþjóðgarði og skrifstofustjóra fjármála og rekstrar hjá Náttúrufræðistofnun.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þróa og framfylgja mannauðs- og jafnréttisstefnur í samvinnu við stjórnendur
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur varðandi mannauðsmál
 • Umsjón með fræðslu, starfsþróun og endurmenntunaráætlun starfsmanna
 • Þróun, umsjón og viðhald mannauðshandbóka
 • Umsjón og frágangur á ráðningarmálum
 • Skipulagning og aðstoð við móttöku nýrra starfsmanna
 • Skipulagning og aðstoð vegna starfsmannasamtala og frammistöðumats
 • Aðstoð við launasetningu og stofnanasamninga og mál tengd starfsmati
 • Umsjón með viðverukerfi starfsmanna - Vinnustund
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur
- Háskólapróf á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði eða háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Leiðtogahæfni og frumkvæði til að hvetja aðra til árangurs
- Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu kostur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
- Sjálfstæði í störfum, faglegur metnaður, nákvæmni og góð skipulagshæfni 
- Reynsla af launavinnslu og mannauðsmálum æskileg
- Reynsla og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Tölvufærni og færni til að vinna eftir verkferlum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019. Sótt er um starfið á Starfatorg.is og skal umsóknum fylgja ítarlegt yfirlit um menntun og starfsferil. Hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veita: Ingibjörg Smáradóttir – ingibjorg@vjp.is – s. 575-8403 og Lilja Víglundsdóttir  - lilja@ni.is – s. 590-0540