Sékennari/þroskaþjálfi- Húsaskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Húsaskóli, Dalhúsum 41
 • 05/02/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Kennsla Sérfræðingar

Um starfið

Húsaskóli - Sérkennsla

Laus er til umsóknar 100% staða sérkennara eða þroskaþjálfa í Húsaskóla í Grafarvogi frá 15. febrúar 2019.

 

Húsaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Skólinn stendur við Dalhús 41 í Reykjavík. Á þessu skólaári eru nemendur 165 og starfsmenn um 30 talsins. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytt vinnubrögð sem stuðlar að jákvæðum liðsanda, vellíðan og árangri nemenda. Skólinn hefur tileinkað sér aðferðir leiðsagnarnáms og Byrjendalæsis. Hann starfar í anda OlWeusaráætlunarinnar gegn einelti. Sérstök áhersla er lögð á læsi, stærðfræði, umhverfismennt og heilsueflingu.

Markmið Húsaskóla er:

• Að veita alhliða menntun og stuðla að þroska hvers og eins nemanda.

• Að stuðla að góðri líðan nemenda.

• Að stuðla að góðu samstarfi við foreldra.

• Að leggja áherslu á jákvætt, faglegt starfsumhverfi og starfsánægju.

 

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

 

Katrín Cýrusdóttir skólastjóri í síma 5676100/6648274, í tölvupósti katrin.cyrusdottir@rvkskolar.is

Jóhanna Lovísa Gísladóttir í síma 5676100, tölvupóstur johanna.lovisa.gisladottir@rvkskola.is

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Annast sérkennslu/þjálfun nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • • Að standa vörð um velferð og nám barnanna.
 • • Þróa í samvinnu við samstarfsmenn famsækið og faglegt skólastarf með áherslu á fjölbreytta kennsluhætti.
 • • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár https://husaskoli.is/
 • • Vinna samkvæmt starfsáætlun sérkennara/þroskaþjálfa.

Hæfniskröfur

 • • Kennaramenntun eða þroskaþjálfamenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari/þroasaþjálfi.
 • • Framhaldsnám í sérkennslu æskilegt.
 • • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • • Faglegur metnaður.
 • • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara/þroskaþjálfafélag íslands.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.2.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín Cýrusdóttir í síma 567-1000/664-8274 og tölvupósti katrin.cyrusdottir@rvkskolar.is.

Húsaskóli
Dalhúsum 41
112 Reykjavík