Verkefnastjóri - tímabundin staða

  • ÚTÓN-Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar
  • 05/02/2019
Afleysingarstarf Menning og listir Sölu og markaðsstörf

Um starfið

ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, auglýsir eftir verkefnastjóra í 100% starf vegna afleysinga í fæðingarorlofi frá 1. maí. Starfið er tímabundið til 10 mánaða.

Verkefnastjórinn mun bera ábyrgð á fjölbreyttum verkefnum, þ.á.m. umsjón með verkefnum á Evrópumarkaði, nýju alþjóðlegu kynningarverkefni, viðskiptaþróunarverkefnum á Íslandi, fræðslumálum, uton.is og fleiri verkefnum.

Verkefnin ná yfir allt frá stærri markaðssóknum, fræðslu, almannatengslum, Norrænu samstarfi, og fjölbreyttri kynningu á íslenskri tónlist erlendis.

 

Hæfniskröfur:

- ÚTÓN er markaðsskrifstofa og þarf viðkomandi að hafa þekkingu á því sviði

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi

- Reynsla af verkefnastjórnun

- Reynsla af markaðsstörfum

- Þekking á tónlistargeiranum

 

Umsóknarfrestur er til 1. mars nk.

 

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Starfshlutfall er 100%. Laun eru samkomulag en miðast við opinbera kjarasamninga.


Nánari upplýsingar veitir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, í síma 697-6425 og á sigtryggur@icelandmusic.is.