Sumarstörf 2019 - Lyfjatæknar, lyfjafræðinemar og lyfjafræðingar í Sjúkrahúsapótek

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 11/02/2019
Sumarstarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Almenn umsókn um sumarstarf í Sjúkrahúsapóteki Landspítala. Umsóknum þessum verður ekki svarað sérstaklega heldur hafa stjórnendur samband við umsækjendur sem þeir hefðu hug á að bjóða starf. Ekki er ljóst hversu mörg störf verða í boði í sumar.

Sjúkrahúsapótek Landspítala telur 65 starfsmenn lyfjafræðinga og lyfjatækna sem starfa við fjölbreytt verkefni í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Hlutverk Sjúkrahúsapóteks Landspítala er að þjónusta deildir spítalans og sjúklinga með öflun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf.

Helstu verkefni og ábyrgð Verkefni og ábyrgð er mismunandi.

Verkefni og ábyrgð er mismunandi.

Hæfnikröfur Lyfjatæknir, lyfjafræðinemi og aðstoðarlyfjafræðingur/ lyfjafræðingur

Lyfjatæknir, lyfjafræðinemi og aðstoðarlyfjafræðingur/ lyfjafræðingur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Vinsamlegast skráið sérstakar óskir í reitinn "annað" í umsókn og skráið einnig ef þið hafið unnið áður á Landspítala.
Mikilvægt er að umsókn sé vel útfyllt.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 01.04.2019 Nánari upplýsingar Inga Jakobína Arnardóttir, ingaja@landspitali.is, 543 8246/ 825 5070 LSH Sjúkrahúsapótek Hringbraut 101 Reykjavík