STARF Í TÆKNIDEILD SS Á HVOLSVELLI

  • Sláturfélag Suðurlands
  • 08/02/2019
Fullt starf Bílar Iðnaðarmenn Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Sláturfélag Suðurlands leitar að starfsmanni til að stýra í viðhalds- og tæknideild félagsins á Hvolsvelli. Við leitum að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi til að bætast í öflugan hóp SS fólks á góðum vinnustað.

STARFSLÝSING
• Yfirumsjón með viðgerðum véla og tækja og fyrirbyggjandi viðhaldi
• Innkaup og utanumhald með varahlutalager
• Samskipti við birgja og verktaka
• Skipuleggur viðhaldsverkefni
• Umsjón með umhverfisþáttum
• Önnur tilfallandi verkefni

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Hefur menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vélaviðgerðum
• Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt
• Jákvæðni, góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund

Áhugasamir sæki um starfið á heimasíðu félagsins www.ss.is fyrir 25. febrúar nk.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Benedikt Benediktsson í síma 866-5270 og í netfangi benedikt@ss.is.