Rafmagnshönnuður

 • Orbicon
 • 08/02/2019
Fullt starf Hönnun/Arkitektúr Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Orbicon Arctic óskar eftir rafmagns- verkfræðing/tæknifræðing eða rafiðnfræðing á skrifstofu okkar á Íslandi. Starfinu fylgir ábyrgð á samstarfi við viðskiptavini og stjórnun verkefna frá upphafi til enda. Viðkomandi verður hluti af fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á viðskiptavininn, faglega framþróun starfsmanna og velferð. Að jafnaði er unnið í teymum þar sem sameiginleg markmið eru skýr, allir leggja sitt af mörkum og veita hvor öðrum innblástur.

  
Menntunar- og hæfniskröfur:

 • BS.c eða MS.c gráða á sviði rafhönnunar
 • Þekking á Revit og þrívíddarhönnun
 • Þekking á SIMARIS og DIALux forrit
 • Krafist er kunnáttu í dönsku og ensku
 • Getu til að leiða verkefni frá byrjun til enda
 • Haldbær þekking á Office
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Frumkvæði, sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Starfssvið:

 • Nýting á þekkingu og reynslu til að skapa bestu mögulegu lausnina fyrir viðskiptavininn.
 • Taka þátt í að miðla þekkingu innan vinnuteymis.
 •  Áætlanagerð af verkefnum ásamt tæknilegum úrlausnum.
 • Almenn rafmagnshönnun

Í boði er:

 • Starf með fjölbreyttum og krefjandi verkefnum
 • Gott starfsumhverfi
 • Tækifæri til að taka þátt í að byggja upp verkfræðistofu sem er í örum vexti
 • Launkjör eru miðuð við kjarakannanir VFI.

Umsóknir:
Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á info@orbicon.is, farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir Ármann Halldórsson s. 8880510 eða arma@orbicon.is.  Umsóknarfrestur er til 18.2.2019.

Um Orbicon Arctic

Orbicon Arctic er alhliða verkfræðistofa í örum vexti sem sinnir verkefnum á sviði innviða, mannvirkja og byggðatækni á Íslandi og Grænlandi. Stofan er rekin sem sjálfstæð rekstrareining undir móðurfyrirtækinu Orbicon sem er með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð  

Hjá Orbicon Arctic starfa um 21 tækni og verkfræðingar, deilt niður á skrifstofur okkar í Grænlandi og á Íslandi. Hjá móðurfyrirtæki okkar í Danmörku starfa tæplega 600 manns.