Rafvirki hjá Framkvæmdum

  • Veitur
  • 08/02/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Framtíðin er snjöll - mótaðu hana með okkur

 

Framtíð vatnsveitu felur í sér að hámarka nýtingu í dreifikerfi hita- og vatnsveitu og vera leiðandi í nýsköpun. Við leitum að rafvirkja í þverfaglegan hóp vélfræðinga og rafvirkja.

 

Rafvirki hjá Framkvæmdum

Starfið felst í að sinna rekstri, eftirliti, viðhaldi og endurnýjun í dælu og lokastöðvum, rekstri og eftirliti með varaafli ásamt því að fylgjast með nýjungum í vöktun á búnaði. Rafvirki tekur þátt í rýni og eftirliti nýframkvæmda, bakvöktum, bilunum og að gæta rekstraröryggis vatnsveitunnar. Í þessu starfi gegnir starfsfólk lykilhlutverki í skráningu atvika, endurnýjun á búnaði og eignaskráningu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

. Sveinspróf í rafvirkjun, meistararéttindi/iðnfræði er kostur

. Öryggisvitund og umbótahugsun

. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

. Jákvæðni og lipurð í samskiptum

. Reynsla af teymisvinnu

 

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi.

Vinnutíminn er frá klukkan 08.20 til 16.15. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

 

Hvers vegna Veitur?

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

 

Nánari upplýsingar veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðssérfræðingur, starf@veitur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2019.