Raftæknifræðingur, rafiðnfræðingur eða rafvirkjameistari

  • Háskóli Íslands
  • 08/02/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Bygginga- og tæknideild, framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands óskar eftir að ráða raftæknifræðing, rafiðnfræðing eða rafvirkjameistara í fullt starf. Starfið heyrir undir byggingastjóra Háskóla Íslands.

Bygginga- og tæknideild hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi bygginga og lóða Háskóla Íslands, umsjón með kerfum s.s. raf-, hita-, loftræsi- og stýrikerfum, sér um innkaup og viðhald á húsum og húsgögnum og búnaði ýmiskonar, auk þess að sjá um rekstur á trésmíða-, véla- og rafmagnsverkstæði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast áætlanagerð og skipulagningu verkefna
  • Umsjón meðviðhaldi á raflögnum og almennum rafbúnaði í byggingum Háskóla Íslands
  • Samskipti við starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands í tengslum við starfssviðið
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

  • Meistarapróf í rafiðn
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Ráðið verður í starfið sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Ingólfur B Aðalbjörnsson - ingoa@hi.is - 525 4757/898 1433
Unnar Freyr Bjarnason - ufb@hi.is - 525 4712/899 8290