UPPLÝSINGAÖRYGGISSTJÓRI

  • Creditinfo
  • 08/02/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Við leitum að viðskiptadrifnum og kraftmiklum einstaklingi til að leiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis og stöðugar umbætur hjá Creditinfo.

Upplýsingar eru kjarninn í starfsemi okkar og öryggi þeirra því samþætt öllu sem við gerum. Skilvirkir ferlar eru lykill að árangri þegar kemur að því að skapa aukið virði fyrir viðskiptavini okkar. Öll okkar vinna byggir á staðreyndum og er mikilvægt að umsækjendur eigi gott með að greina gögn, draga af þeim ályktanir og framkvæma á grundvelli þeirra.

ÁBYRGÐ Í STARFI
• Ábyrgð á stjórnkerfi upplýsingaöryggis
• Greining gagna úr vöruhúsi
• Umsjón, viðhald og eftirfylgni með innri ferlum

HÆFNIKRÖFUR
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, helst verkfræði
• Mikill áhugi á viðskiptum
• Þekking eða reynsla af upplýsingaöryggi kostur, sér í lagi ISO27001
• Mjög góð greiningarhæfni, færni til að taka saman tölulegar upplýsingar og setja þær fram á greinargóðan hátt
• Frumkvæði, jákvæðni, kraftur, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið atvinna@creditinfo.is merkt „Upplýsingaöryggisstjóri“.

Starfið heyrir undir forstöðumann fjármála- og rekstrarsviðs, Önnu Láru Sigurðardóttur sem veitir nánari upplýsingar á annas@creditinfo.is.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2019.