SORPA bs. óskar að ráða öflugan einstakling í starf stöðvarstjóra móttöku- og flokkunarstöðvar fyrirtækisins í Gufunesi.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á endurvinnslu, endurnýtingu úrgangs og öðrum umhverfismálum. Stöðvarstjóri er hluti af yfirstjórn fyrirtækisins.
Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
StarfssviðMenntunar- og hæfniskröfur
Iðnmenntun og/eða iðnfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi. Framhaldsnám í stjórnun kostur.
Reynsla af stjórnun og rekstri.
Reynsla af áætlanagerð og kostnaðareftirliti.
Þekking á vélbúnaði er kostur.
Þekking og reynsla af gæðakerfum æskileg.
Jákvætt viðmót og hæfni í samskiptum.
Skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum.
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta á einu Norðurlandamáli er æskileg.
Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2019