Sumarstörf 2019 - Læknanemar á röntgendeild Landspítala

  • Landspítali
  • Landspítali Fossvogi, Áland, Reykjavík, Ísland
  • 26/03/2019
Sumarstarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laus eru til umsóknar afleysingarstörf læknanema á röntgendeild Landspítala sumarið 2019. Störfin henta læknanemum sem lokið hafa að minnsta kosti 4 námsárum af 6, sé tekið mið af námsskrá Háskóla Íslands.

Sóst er eftir þeim er hafa sérstakan áhuga á að kynnast sérgrein myndgreiningar á röntgendeild.

Helstu verkefni og ábyrgð » Almenn störf aðstoðarlækna á röntgendeild

» Almenn störf aðstoðarlækna á röntgendeild

Hæfnikröfur » Minnst 4 ára læknisfræðimenntun
» Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum

» Minnst 4 ára læknisfræðimenntun
» Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Við ákvörðun um laun og kjör læknanema er eftir því sem við á tekið mið af kjarasamningi milli fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Í ferliskrá skal taka fram menntun, reynslu og fyrirætlanir í rannsóknum, fyrri störf, sérstök áhugasvið innan læknisfræðinnar og geta meðmælenda ef við á. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 25.02.2019 Nánari upplýsingar Pétur Hörður Hannesson, peturh@landspitali.is, 543 8041 LSH Röntgendeild, læknar 1 Fossvogi 108 Reykjavík