Sumarstörf 2019 - Geislafræðingar á röntgendeild Landspítala

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 26/03/2019
Sumarstarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laus eru til umsóknar afleysingastörf geislafræðinga á röntgendeild Landspítala sumarið 2019. Við leitum eftir geislafræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf 1. júní 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Deildin sinnir læknisfræðilegri myndgreiningu og geislavörnum og starfar þar samhentur hópur í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðra faghópa.

Helstu verkefni og ábyrgð » Framkvæmd myndgreiningarannsókna
» Sérhæfð verkefni eftir atvikum sem heyra undir starfsemi deildar
» Skráning í upplýsingakerfi deildarinnar
» Stuðla að góðri myndgreiningarþjónustu

» Framkvæmd myndgreiningarannsókna
» Sérhæfð verkefni eftir atvikum sem heyra undir starfsemi deildar
» Skráning í upplýsingakerfi deildarinnar
» Stuðla að góðri myndgreiningarþjónustu

Hæfnikröfur » Jákvætt viðmót
» Góð hæfni í mannlegum samskiptum
» Starfsleyfi geislafræðings

» Jákvætt viðmót
» Góð hæfni í mannlegum samskiptum
» Starfsleyfi geislafræðings

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 04.03.2019 Nánari upplýsingar Díana Óskarsdóttir, dianaosk@landspitali.is, 825 5834 LSH Röntgendeild Fossvogi 108 Reykjavík