Sérkennslustjóri - Langholt

 • Reykjavíkurborg
 • , Sólheimum 21
 • 19/02/2019
Fullt starf / hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Langholt

Leikskólinn Langholt auglýsir efir sérkennslustjóra í 80% starf.

Langholt er staðsettur í Sólheimum 19-21. Í næsta nágrenni við okkur er Laugardalurinn þar sem er óendanleg tækifæri til kennslu. Við erum í þróunarsamstarfi við Langholtsskóla og aðra leikskóla í hverfinu um markvissara samstarf og betri skil á milli skólastiga. Með þessu verkefni er verið að auka traust kennara á milli skólastiga og allir skólarnir fái tækfæri til að kynna sitt frábæra starf og hvað við getum læra hvert af öður og miðlað á milli. Hér er gert ráð fyrir 174 börnum sem raðast á 8 deildir eftir aldri.

Við erum að leita eftir sérkennslustjóra sem væri með umsjón yfir yngri árgöngum skólans. Við viljum vinna markvisst starf með snemmtæka íhlutun. Leitast er við að hafa áhrif á þroska framvindu barna með frávik með aðgerðum. Tímabilið frá fæðingu til 6 ára aldurs er mjög mikilvægt í þessum efnum og leggjum við ríka áherslu á að íhlutun byrji sem fyrst hjá barni ef grunur um frávik vaknar.

Við óskum eftir sérkennslustjóra sem er tilbúin að taka þátt í því frábæra starfi sem hér er og þróa það áfram og vera um leið hluti af stórum faghópi sem er í stöðugri framþróun.

Í Langholti er lögð áhersla á Læsi og útinám. Hvert barn fær að njóta sín á sínum forsenum og læra í gegnum þær leiðir sem henta því best með sköpun og gagnrýnni hugsun að leiðarljósi.

Einkunnarorð skólans er GLEÐI-VIRÐING-VINÁTTA

Við tökum þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar styttingu vinnu vikunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
 • Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
 • Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennsluráðgjafa og aðra sem koma að sérkennslu.
 • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
 • Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.

Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
 • Reynsla af sérkennslu.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 80%
Umsóknarfrestur: 3.3.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Valborg Hlín Guðlaugsdóttir í síma 4113130 og tölvupósti valborg.hlin.gudlaugsdottir@reykjavik.is.


Sólheimum 21
104 Reykjavík