SKÁLAVARSLA

  • Fréttablaðið f.h. ónefnds aðila
  • 22/02/2019
Sumarstarf Ferðaþjónusta Önnur störf

Um starfið

Fitjamenn ehf., leita að skálaverði til starfa á Hungurfit að Syðra- Fjallabaki í sumar.

  • Leitað er eftir einstaklingi eldri en 25 ára frá 1. júlí til 30. ágúst 2019.
  • Skálinn er nýlegur, fallegur, einstaklega vel útbúinn og tekur í heildina 50 manns í gistingu.
  • Ört vaxandi ferðamannastaður fyrir göngu hópa og hesta menn með Tindfjöll og dalastíg í næsta nágrenni.
  • Starfið er launað og felst í móttöku gesta, þrifum og samskiptum við ferðaþjónustuaðila svo dæmi séu tekin.
  • Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á Syðra-Fjallabaki, gönguleiðum og náttúru.
  • Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustulund og hafi góða tungumálakunnáttu, sé handlaginn og greiðvikinn.


Ef þú hefur áhuga, þá vinsamlegast sendu póst með ferilskránni þinni á skalavordur@gmail.com. fyrir 20. apríl.

Magnús veitir nánari upplýsingar í síma 697-5273.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um starfsemi Fitjamanna hér www.facebook.com/Hungurfit/