Óskum eftir tveimur starfsmönnum í kvöld og helgarvinnu

  • Háspenna
  • 25/03/2019
Helgarstarf Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Háspenna rekur tvo staði með spilakössum frá Happdrætti Háskólans. Staðsetning staðanna er við Hlemmtorg og Lækjartorg.

Starfið felst í afgreiðslu og umsjón með spilasal.

Stefna Háspennu hefur verið að hafa eingöngu karlkyns starfsmenn á kvöldvöktum öryggisins vegna. 

Starfsmaður er alltaf einn á vakt.

Lágmarksaldur starfsmanna er 18 ár og er hreint sakarvottorð skilyrði.

Vinnutími:

  • Virka daga 17-01
  • Helgar 18-02
  • Dagvaktir um helgar eru frá 10-18 á laugardögum og 12-18 á sunnudögum.

Starfshlutfall er ávallt umsemjanlegt.

Athygli skal vakin á því að starfið hentar mjög vel með námi.