Skólaliði

  • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • 01/03/2019
Fullt starf Umönnun og aðstoð Önnur störf

Um starfið

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ auglýsir eftir skólaliða sem m.a. annast daglega hreinsun í skólanum og þrif á skólabrú og hefur eftirlit með umgengni nemenda í skólanum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100% og laun eru samkvæmt stofnanasamningi FG við SFR.

Leitað er að traustum og ábyggilegum starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfni, er stundvís, sýnir frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Jákvætt viðhorf, góð samskiptahæfni og áhugi á að starfa á öflugum vinnustað eru atriði sem horft er til við ráðningu í starfið.

Umsóknum skal skilað til Kristins Þorsteinssonar skólameistara, kristinn@fg.is, eða Snjólaugar Bjarnadóttur aðstoðarskólameistara, snjolaugb@fg.is, sem einnig gefa nánari upplýsingar.

Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans: www.fg.is