Sérfræðilæknir í lungnalækningum

  • Landspítali
  • Landspítali Fossvogi, Áland, Reykjavík, Ísland
  • 13/03/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í lungnalækningum. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið veitist frá 1. júní 2019 eða eftir samkomulagi.

Metnaðarfullt teymi lækna starfar við lungnalækningar og sinnir fjölbreyttum verkefnum í nánum samstarfi við aðrar fagstéttir.

Helstu verkefni og ábyrgð » Þjónusta við sjúklinga á legudeild, gjörgæslu og dagdeild.
» Göngudeildir: Af sérhæfðum viðfangsefnum göngudeilda má nefna greiningu lungnakrabbameina, lungnaígræðslur, erfiðan astma, lungnatrefjun og lungnaháþrýsting
» Inngrip: Berkjuspeglanir, berkjuómspeglanir, brjóstholsástungur og áreynslupróf
» Ráðgjöf í lungnasjúkdómum
» Þátttaka í vaktþjónustu lungnalækna
» Þátttaka í kennslu læknanema, kandídata og deildarlækna
» Þátttaka í rannsóknarstarfi
» Þátttaka í viðfangsefnum almennra lyflækninga í samráði við yfirlækni lungnalækninga

» Þjónusta við sjúklinga á legudeild, gjörgæslu og dagdeild.
» Göngudeildir: Af sérhæfðum viðfangsefnum göngudeilda má nefna greiningu lungnakrabbameina, lungnaígræðslur, erfiðan astma, lungnatrefjun og lungnaháþrýsting
» Inngrip: Berkjuspeglanir, berkjuómspeglanir, brjóstholsástungur og áreynslupróf
» Ráðgjöf í lungnasjúkdómum
» Þátttaka í vaktþjónustu lungnalækna
» Þátttaka í kennslu læknanema, kandídata og deildarlækna
» Þátttaka í rannsóknarstarfi
» Þátttaka í viðfangsefnum almennra lyflækninga í samráði við yfirlækni lungnalækninga

Hæfnikröfur » Íslenskt sérfræðileyfi í lungnalækningum
» Breið þekking og reynsla í almennum lyflækningum og lungnalækningum
» Reynsla af kennslu og rannsóknum
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

» Íslenskt sérfræðileyfi í lungnalækningum
» Breið þekking og reynsla í almennum lyflækningum og lungnalækningum
» Reynsla af kennslu og rannsóknum
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skulu fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu-, vísinda- og stjórnunarstörfum, ásamt afriti af helstu ritsmíðum sem umsækjandi hefur ritað eða átt þátt í.
Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn og senda sem viðhengi, en ítarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan. Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 25.03.2019 Nánari upplýsingar Sif Hansdóttir, sifhan@landspitali.is, 825 9489 LSH Lungnalækningar Fossvogi 108 Reykjavík