Framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands, Súðavík

  • 18/03/2019
Fullt starf Ferðaþjónusta

Um starfið

Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi en jafnframt fjölbreytt verkefni. Viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, nákvæmur, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum. 

Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur starfseminnar í Eyrardal, sem felur í sér sýningarhald, rekstur kaffihúss, móttöku gesta, viðburðarhald auk annarra tilfallandi verkefna í samstarfi við stjórn félagsins. Árlega heimsækja setrið allt að 8.000 manns, opið er allt árið en mest umferð gesta er á sumrin.

Hæfniskröfur:
Menntun og starfsreynsla á sviði sem tengjast starfsemi og markmiðum Melrakkasetursins.

Þekking og starfsreynsla af rekstri, mannaforráðum og reikningshaldi er æskileg.

Skipulagsfærni, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum. Góð kunnátta og ritfærni í íslensku og ensku og góð tölvukunnátta er nauðsynleg.

Ráðning og kjör:
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Um er að ræða 100% starf. Vinnutími er sveigjanlegur í samráði við stjórn félagsins.

Framkvæmdastjóri er á föstum launum skv. launatöflu Sambands ísl. sveitafélaga um forstöðumenn á minni söfnum, auk bifreiðastyrks.

Umsóknir ásamt ferilskrá með upplýsingum um menntun og fyrri störf, auk upplýsinga um meðmælendur, skulu hafa borist á netfangið starfmelrakka@gmail.com fyrir 25. mars 2019, merkt „Framkvæmdastjóri 2019". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður stjórnar, í síma 8628219 og ofangreint netfang.