Starfsmaður óskast á varahlutalager

  • Íslyft ehf
  • 08/03/2019
Fullt starf Bílar Iðnaðarmenn Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Við auglýsum eftir góðum manni/konu til starfa á varahlutalager.

Starfið er mjög fjölbreytt og krefst þokkalegrar tölvukunnáttu, ensku í töluðu og rituð máli auk þekkingar á vélum, sérstaklega landbúnaðartækjum.

Íslyft & Steinbock þjónustan er búin að vera starfandi síðan 1972. Íslyft hefur verið markaðsleiðandi í sölu á Linde lyfturum og vöruhúsatækjum síðastliðin 20 ár. Íslyft er m.a. með umboð fyrir Linde, John Deere, Avant, Merlo og Combilift.

Íslyft er öruggur og skemmtilegur vinnustaður og hvetjum við þig til að sækja um.

Umsóknir sendist á netfangið islyft@islyft.is

Framtíðarstarf hjá öruggu fyrirtæki.