Tollvörður-spennandi starf í lifandi umhverfi

  • Tollstjóri
  • 08/03/2019
Fullt starf Sérfræðingar Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli eru lausar til umsóknar hjá embætti Tollstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi störf sem henta jafnt konum sem körlum. Í tengslum við ráðningu þarf að þreyta þríþætt inntökupróf, bæði skriflegt og líkamlegt, en nánari upplýsingar um það er að finna á www.tollur.is. Gera má ráð fyrir að þeir sem kallaðir verða í inntökupróf mæti 28. eða 29. mars.

Helstu verkefni og ábyrgð
Greiningu á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnslu gagna
Sérhæfðar leitir svo sem í bílum, með hundum, gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv. 
Almennt tolleftirlit á vettvangi svo sem í skipum, flugvélum, bílum, gámum, póstsendingum og með farþegum

Hæfnikröfur
Stúdentspróf eða menntun sem má meta til slíks náms.
Greiningarhæfileikar
Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
Hæfni í mannlegum samskiptum. 
Almenn ökuréttindi.
Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Tollvarðafélag Íslands hafa gert.
Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.

www.tollur.is/laus-storf

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ársæll Ársælsson - Arsaell.Arsaelsson@tollur.is - 5600300
Guðrún Sólveig Ríkarðsd Owen - gudrun.solveig@tollur.is - 5600300