Giljaskóli: Skólastjóri

 • Akureyrarbær
 • 08/03/2019
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Staða skólastjóra Giljaskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. maí 2019.

 

Giljaskóli hóf starfsemi árið 1995. Fjöldi nemenda er um 390 í 1.-10. bekk og starfsmenn rúmlega 70. Í skólanum er sérdeild fyrir börn með þroskahömlun. Framsækni hefur einkennt starf skólans sem hefur verið í fararbroddi s.s.  í upplýsingatækni, námsmati og list- og verknámi.  Nánari upplýsingar um skólann er að finna á www.giljaskoli.is

 

Skólastjóri er faglegur leiðtogi sem þarf að fylkja liði um stefnu skólans og árangursríka starfshætti. Leitað er að bjartsýnum og lausnamiðuðum einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á velferð og framfarir nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauðsmálum og annarri starfsemi skólans og að skólastarf sé í samræmi við lög og reglugerðir.

 

Menntunarkröfur:

 • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari

 • Meistarapróf sem nýtist í starfi er kostur

 • Viðbótarmenntun í skólaþróun og/eða stjórnun er æskileg

 

Hæfnikröfur:

 • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi

 • Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og/eða reksturs grunnskóla

 • Reynsla af vinnu í lærdómssamfélagi

 • Reynsla af mannauðsmálum og hæfni í starfsmannastjórnun

 • Frumkvæði og samstarfsvilji

 • Góðir skipulagshæfileikar

 • Lipurð og færni í samskiptum

 • Gerð er krafa um vammleysi. s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

 

Umsókninni skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf um umsækjanda sem skýrir áhuga viðkomandi á starfinu og hvers vegna hann sækist eftir því. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð um hugmyndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér starfsemi Giljaskóla þróast undir sinni stjórn.

 

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við  ráðningu í starfið.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 862-8754 og  karl@akureyri.is

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands íslands vegna Skólastjórafélags Íslands.

 

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl 11:00 og 16:00.

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is

 

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geilsgötu 9.

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2019