Heilbrigðismenntaður starfsmaður - Nýtt ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 13/03/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf heilbrigðismenntaðs starfsmanns í ráðgjafar- og stuðningsteymi langveikra barna á Barnaspítala Hringsins. Starfshlutfall er 80-100%. Viðkomandi aðili starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er að veita ráðgjöf og stuðning til langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Ráðið verður í starfið frá 1. maí 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Um er að ræða starf í nýju ráðgjafar- og stuðningsteymi fyrir langveik börn með umfangsmiklar þjónustuþarfir og fjölskyldur þeirra. Teyminu er ætlað að veita faglegan og félagslegan stuðning og utanumhald um upplýsingagjöf varðandi þjónustu við langveik börn.

Helstu verkefni og ábyrgð » Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun teymisins
» Stuðningur við langveik börn og fjölskyldur þeirra ásamt eftirfylgd
» Markvisst samstarf með fjölskyldum og aðstandendum samkvæmt stefnu kvenna- og barnasviðs
» Virk þátttaka í fræðslustarfi

» Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun teymisins
» Stuðningur við langveik börn og fjölskyldur þeirra ásamt eftirfylgd
» Markvisst samstarf með fjölskyldum og aðstandendum samkvæmt stefnu kvenna- og barnasviðs
» Virk þátttaka í fræðslustarfi

Hæfnikröfur » Háskólamenntun á heilbrigðissviði sem nýtist í starfi
» Viðbótarnám sem nýtist í starfi er kostur
» Íslenskt starfsleyfi viðkomandi heilbrigðisstéttar
» Reynsla af starfi með fjölskyldum langveikra barna
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Hæfni til þessa að vinna í þverfaglegu teymi
» Afburða samskiptafærni og samstarfshæfileikar
» Áhugi og sveigjanleiki í starfi

» Háskólamenntun á heilbrigðissviði sem nýtist í starfi
» Viðbótarnám sem nýtist í starfi er kostur
» Íslenskt starfsleyfi viðkomandi heilbrigðisstéttar
» Reynsla af starfi með fjölskyldum langveikra barna
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Hæfni til þessa að vinna í þverfaglegu teymi
» Afburða samskiptafærni og samstarfshæfileikar
» Áhugi og sveigjanleiki í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 25.03.2019 Nánari upplýsingar Helga Sól Ólafsdóttir, helgasol@landspitali.is, 825 3544 Ingileif Sigfúsdóttir, ingilsig@landspitali.is, 824 5862 LSH Göngudeild BH Hringbraut 101 Reykjavík