Skólastjóri Foldaskóla

  • Reykjavíkurborg
  • 11/03/2019
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Foldaskóli

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Foldaskóla. Foldaskóli er elsti hverfisskólinn í Grafarvogi, stofnaður árið 1985. Í skólanum eru um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Við skólann er starfrækt einhverfudeild og Foldaskóli er safnskóli unglingadeilda í Hamra-, Húsa- og Foldahverfi og er um helmingur nemenda á því skólastigi. Skólinn er Grænfánaskóli og tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli. Einkunnarorð skólans eru siðprýði, menntun og sálarheill. Skólinn vinnur í anda uppeldis til ábyrgðar og Olweusaráætlunar gegn einelti og verið er að innleiða leiðsagnarmat. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu starfsfólki, mikið samstarf er við félagsmiðstöð, frístundaheimili og nærsamfélagið. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn.

Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is

Helstu verkefni og ábyrgð 

• Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins

Hæfniskröfur 

• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða stjórnunarreynsla á grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 24.mars 2019.

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  24.3.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   6778 Nafn sviðs  Skóla- og frístundasvið   Nánari upplýsingar um starfið veitir  Soffía Vagnsdóttir Tölvupóstur soffia.vagnsdottir@reykjavik.is