Umsjón með heimasíðu og markaðsmálum

  • Á. Óskarsson ehf.
  • 25/03/2019
Fullt starf Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Á. Óskarsson ehf. óskar eftir manneskju í fullt starf til þess að sjá um nýja heimasíðu og önnur markaðsmál, svo sem fréttabréf, markpóst og fleira.

Ný heimasíða fyrirtækisins er í vinnslu en hún er uppsett í Wordpress kerfi og notar Woocommerce vefverslunarkerfið. Reynsla/kunnátta við það að vinna í þessum eða svipuðum kerfum er kostur en ekki skilyrði. Almenn tölvukunnátta viðkomandi þarf hinsvegar að vera góð.

Ekki er gerð krafa um kunnáttu í forritun en viðkomandi þarf að geta unnið með myndir í photoshop og mjög mikilvægt er að viðkomandi geti skrifað skýran og góðan texta (vörulýsingar, fréttir og annað efni laust við málfarsvillur).

Um fullt starf er að ræða og er vinnutíminn alla virka daga frá kl. 9:00 til 17:00 með 1 klst. löngu matarhléi í hádeginu.

Fyrirtækið er staðsett í Mosfellsbæ.

Áhugasamir eru hvattir til þess að senda inn umsókn með ferilskrá sem inniheldur upplýsingar um fyrri störf og meðmælendur.