Lífeindafræðingar/ vaktavinna

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 13/03/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Ertu hugmyndaríkur og tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í öflugu teymi?
Rannsóknakjarni Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut auglýsir laus til umsóknar störf lífeindafræðinga. Við leitum eftir lífeindafræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýlega útskrifuðum.
Störfin eru laus frá 1. maí 2019 eða eftir nánara samkomulagi, um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag.

Á rannsóknakjarna fara fram greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í blóðmeinafræði og klíniskri lífefnafræði.
Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafi samband við Gyðu Hrönn, deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð » Meðhöndlun og úrvinnsla rannsóknarsýna
» Upplýsingagjöf, kennsla og þjálfun
» Sýnatökur á legu- og göngudeildum Landspítala
» Virk þátttaka í gæðastarfi
» Vinna við upplýsingakerfi deildarinnar
» Stuðla að góðri þjónustu

» Meðhöndlun og úrvinnsla rannsóknarsýna
» Upplýsingagjöf, kennsla og þjálfun
» Sýnatökur á legu- og göngudeildum Landspítala
» Virk þátttaka í gæðastarfi
» Vinna við upplýsingakerfi deildarinnar
» Stuðla að góðri þjónustu

Hæfnikröfur » Starfsleyfi lífeindafræðings
» Nákvæmni, fagmennska og sjálfstæð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni
» Gott vald á íslensku máli

» Starfsleyfi lífeindafræðings
» Nákvæmni, fagmennska og sjálfstæð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni
» Gott vald á íslensku máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Um er að ræða 5 stöðugildi.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 60 - 100% Umsóknarfrestur 01.04.2019 Nánari upplýsingar Gyða Hrönn Einarsdóttir, gydahr@landspitali.is, 543 5543/ 824 4626 LSH Rannsóknakjarni Hringbraut 101 Reykjavík