Sumarafleysingar á Lækjarbakka

  • Barnaverndarstofa
  • 19/03/2019
Sumarstarf Umönnun og aðstoð Önnur störf

Um starfið

 

Barnaverndarstofa auglýsir störf við meðferðar- og skólaheimilið Lækjarbakka, 851 Hellu.

Um er að ræða sumarafleysingar frá miðjum maí til ágústloka.

Unnið er á vöktum.

 

Meginverksvið er þátttaka í grundvallarmeðferð unglinga undir leiðsögn forstöðumanns, dagskrárstjóra og hópstjóra. Jafnframt skal viðkomandi taka virkan þátt í öllum heimilisstörfum og öðrum tilfallandi verkefnum.

Leitað er eftir einstaklingum með góða samskiptahæfni og reynslu af störfum með unglingum.

 

Upplýsingar veitir Yngvi Karl Jónsson forstöðumaður í síma 487-5163 eða á netfangið yngvi@bvs.is

Laun skv. kjarasamningum SFR og ríkisins.

Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl  nk.