Atvinnubílstjórar óskast

  • Asko
  • 15/03/2019
Sumarstarf Bílar Iðnaðarmenn Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Blundar ævintýraþráin í þér?
Við óskum eftir íslenskum atvinnubílstjórum í sumar!

Við bjóðum:
• Örugga vinnu frá 1.júní og út ágúst og jafnvel fasta vinnu eftir sumarið
• Flug til Noregs (svo fremi sem unnið er út samningstíma)
• Húsnæði til leigu, í göngufæri við fyrirtækið
• Aðgang að æfingasal, squashsal og sauna
• Íslenskan tengilið

Hæfniskröfur:
• Ökuréttindaflokkur C og CE (meiraprófið)
• Vandvirkni, þjónustulipurð og snyrtimennska
• Reynsla
• Góð norsku/sænsku/dönsku -kunnátta eða mjög góð enska

Helstu verkefni:
• Lestun og losun
• Dreifing á vörum til viðskiptavina
• Að vera góður fulltrúi ASKO fyrir viðskiptavini

Nánari upplýsingar veitir Sigrid Thors í síma 0047 95 55 17 17

Áhugasamir sendi stutta ferilskrá ásamt nöfnum og símanúmerum til meðmælenda til: sigrid.thors@asko.no