Verkefnisstjóri

  • Safnahús Borgarfjarðar
  • 15/03/2019
Fullt starf Ferðaþjónusta Menning og listir Sérfræðingar Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um starf verkefnisstjóra. Stofnunin fylgir menningarstefnu Borgarbyggðar. Þar eru unnin fræðastörf á sviði byggðasögu, skjala- og bókasafnsfræða, svo og myndlistar og náttúrufræða. Gestamóttaka og fræðsla til ungmenna er ríkur þáttur í starfseminni, svo og miðlun í formi sýninga og útgáfu.

Verkefnisstjóri vinnur fjölbreytt störf s.s. við móttöku, flokkun og skráningu muna/skjala, rannsóknir og heimildaöflun. Hann annast eftirlit með safngripum, tiltektir, flutninga gripa/gagna o.fl. Einnig tilfallandi verkefni s.s. móttöku gesta, sýningavörslu og afgreiðslu á bókasafni. Unnið er skv. starfslýsingu.

Helstu menntunar- og hæfniskröfur
Grunnháskólamenntun sem nýtist í starfi.
Góð samskiptahæfni og þægilegt viðmót.
Hæfileiki til að vera hluti af teymi.
Skipulagshæfileikar, nákvæmni, þjónustulund.
Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti. Fleiri tungumál kostur.
Þekking á helstu tölvuforritum.
Áhugi á menningarstarfi og sköpunarkraftur.
Frumkvæði, sjálfstæði og almennt heilbrigði.
Reynsla af safnastarfi og þekking á starfssvæði Safnahúss æskileg.
Reynsla af því að vinna með börnum er kostur.

Menningarstefna Borgarbyggðar er leiðarljós starfseminnar og í starfsmannamálum eru gildin virðingáreiðanleiki og metnaður höfð í heiðri skv. starfsmannastefnu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til 4. apríl n.k. og er starfið auglýst til eins árs til að byrja með, með líkum á framtíðarráðningu. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til forstöðumanns Guðrúnar Jónsdóttur á netfangið gudrunj@borgarbyggd.is.