Rekstur tölvukerfa

  • Umhverfisstofnun
  • 15/03/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur Upplýsingatækni

Um starfið

Umhverfisstofnun leitar starfsmanni sem hefur þekkingu og brennandi áhuga á rekstri fjölþættra tölvukerfa og ánægju af að liðsinna notendum af fagmennsku. Í boði er fjölbreytt starf á líflegum vinnustað með helstu sérfræðingum landsins í umhverfismálum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Notendaþjónusta við starfsmenn Umhverfisstofnunar, aðgangsstýringar að tölvu- og upplýsingakerfum, gagnavistun, aðstoð við lausn upplýsingatæknimála, , umsjón með nettengingum, símakerfi og prenturum og uppfærslur á kerfum, auk samskipta við birgja og þjónustuveitendur.

Hæfnikröfur
Gerð er krafa um þekkingu sem nýtist í starfi, áhuga og ríka þjónustulund. Að öðru leyti verða eftirfarandi þættir um reynslu, þekkingu og hæfni hafðir að leiðarljósi við val á starfsmanni:

- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. kerfisfræði eða tölvunarfræði
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Jákvæðni og vinnugleði
- Hæfni í samskiptum
- Áhugi á umhverfismálum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um starfið.

Næsti yfirmaður er Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Jóhannesi Birgi Jenssyni, teymisstjóra, í síma 591 2000. 

Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en um miðjan maí nk. Starfsaðstaða er í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir frá ráðningu. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá umsóknarfresti.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Jóhannes Birgir Jensson - johannes.jensson@umhverfisstofnun.is - 5912000
Kristín Kalmansdóttir - kristin.kalmansdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000