Hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands

  • Seðlabanki Íslands
  • 15/03/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

eðlabanki Íslands óskar eftir að ráða hagfræðing á sviði hagfræði og peningastefnu bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. 
Hagfræði og peningastefna annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Hagfræði og peningastefna hefur m.a. umsjón með útgáfu ársfjórðungsritsins Peningamála og enskri útgáfu þess Monetary Bulletin.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Fylgjast með framvindu efnahagsmála, greina gögn og skrifa um niðurstöður. 
- Vinna í tengslum við greiningu og skrif í Peningamál. 
- Almennar rannsóknir, einkum á sviði peninga- og þjóðhagfræði. 
- Þátttaka í gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa bankans. 
- Tilfallandi verkefni og ráðgjöf á ábyrgðasviðum Seðlabankans. 

Hæfnikröfur

- Háskólapróf í hagfræði. 
- Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku. 
- Góð hæfni í að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt. 
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi. 
- Frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og metnaður í starfi. 
- Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.

Frekari upplýsingar um starfið

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.04.2019

Nánari upplýsingar veitir

Þórarinn Gunnar Pétursson, thorarinn.petursson@sedlabanki.is, 5699600

Íris Guðrún Ragnarsdóttir, iris.g.ragnarsdottir@sedlabanki.is, 5699600