Sérfræðingur í innri endurskoðun

 • Arion banki
 • 15/03/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Arion banki leitar að sérfræðingi í innri endurskoðun með áherslu á upplýsingatæknikerfi. Við leitum að skipulögðum og umbótadrifnum einstaklingi með metnað til að ná árangri í starfi.
Í innri endurskoðun starfar öflugur hópur reynslumikilla sérfræðinga með það hlutverk að sjá um innri endurskoðun bankans, dótturfélaga og lífeyrissjóða í rekstri bankans.

 

Helstu verkefni:

 • Veita óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf sem ætlað er bæta reksturinn.
 • Að þróa og viðhalda virku gæðaeftirliti sem tekur til allra þátta starfsemi innri endurskoðunar.
 • Greina og leggja mat á hvort eftirlitsferli/kerfi eru til staðar, séu viðeigandi og skilvirk.
 • Bera kennsl á og meta mögulega áhættuþætti í starfseminni og fara fram á úrbætur.

Hæfniskröfur

 • Sérþekking á sviði endurskoðunar á upplýsingatæknikerfum
 • Drifkraftur og samskiptafærni
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og gagnrýnin hugsun
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Sérþekking á sviði innri endurskoðunar er kostur
 • Þekking á starfsemi fjármálafyrirtækja er kostur
 • CISA, CIMS eða sambærilegar gráður eru kostur
 • Faggilding í innri endurskoðun er kostur
 • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Guðmundsdóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar (sigridur.gudmunds@arionbanki.is) og Thelma Lind Steingrímsdóttir, mannauðsráðgjafi (thelma.steingrimsdottir@arionbanki.is)

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2018.

Fullum trúnaði er heitið og umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.