Framkvæmdastjóri óskast

  • Reykjavíkurborg
  • 15/03/2019
Fullt starf Stjórnendur

Um starfið

Velferðarsvið

Samstarfsnetið er ný starfseining innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en hlutverk þess er að veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra framúrskarandi stuðningsþjónustu.
Framkvæmdastjóra er ætlað að koma að undirbúningi breytinga og innleiðingu á nýjum vinnubrögðum þar sem þjónustan er veitt í dag af fimm þjónustumiðstöðvum víðs vegar um borgina. Framkvæmdastjóri á sæti í framkvæmdastjórn velferðarsviðs.

Velferðarsvið kallar eftir sakavottorðum í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Forysta og ábyrgð á rekstri og stjórnun samstarfsnetsins
Byggja upp nýja vinnustaðamenningu
Leiða fjölbreytt og ólík teymi
Stefnumótun og umbótastarf
Samskipti og innri og ytri upplýsingamiðlun

Hæfniskröfur 

Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Stjórnunar- eða leiðtogamenntun á meistarastigi er kostur
Haldbær reynsla af rekstri og stjórnun
Reynsla af breytingastjórnun og umbótastarfi
Reynsla og þekking á verkefna- og straumlínustjórnun er æskileg
Rík frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun
Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið  Ákvörðun um launakjör heyrir undir kjaranefnd Reykjavíkurborgar og um ráðningarréttindi gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg.   Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  31.3.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   6817 Nafn sviðs  Velferðarsvið   Nánari upplýsingar um starfið veitir  Anna Guðmundsdóttir Tölvupóstur  anna.gudmundsdottir@reykjavik.is