Við leitum að framtíðarfólki í stjórnendateymi ON

 • Orka náttúrunnar
 • 15/03/2019
Fullt starf Stjórnendur Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Nú eru spennandi tímar í vændum hjá Orku náttúrunnar og við leitum að þremur leiðtogum í framkvæmdastjórn til að vera hluti af lausninni og móta framtíðina með okkur.

Verkefni framkvæmdastjórnar ON kalla eftir einstaklingum sem búa yfir frumkvæði, leiðtogahæfni, umhyggju og umbótavilja. Einstaklingum með styrk til að marka stefnu fyrirtækisins og leiða hóp framúrskarandi fagfólks með brennandi áhuga á þróun viðskipta í samkeppnisumhverfi, góðri þjónustu, umhverfismálum og ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda.

 

Það eru fjölbreytt þróunar- og rekstrarverkefni á dagskrá hjá okkur, hafir þú áhuga, þekkingu og reynslu af einhverju af þessu viljum við heyra frá þér.

 • Þróun viðskiptatækifæra
 • Sala á rafmagni til heimila og fyrirtækja á samkeppnismarkaði
 • Vörumerkjauppbygging
 • Þróun nýrra lausna og þjónustu
 • Uppbygging á markaðs- og ímyndarmál
 • Samningagerð
 • Orkuskipti í samgöngum
 • Snjallvæðing götuljósa
 • Nýsköpun og fullnýting efnastrauma í Jarðhitagarði ON
 • Fjárfestinga- og framkvæmdaverkefni
 • Fagleg verkefnastjórnun
 • Markviss efling heilsu- og öryggismenningar

 

Færni og eiginleikar

 • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar
 • Samstarfs- og samskiptahæfileikar, metnaður og heilindi
 • Hæfni í að styðja starfsfólk til ábyrgðar og skapa vinnustað þar sem hæfileikar og hugmyndir eru nýttar til fulls
 • Færni í að móta og innleiða framtíðarsýn
 • Geta og vilji til að vinna markvisst að jafnréttismálum
 • Haldgóð reynsla úr atvinnulífinu
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

 

Öll eru hvött til að sækja um störfin, óháð kyni. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019.


Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur - starf@on.is.