Ert þú með bíla­dellu?

 • Sjóvá
 • 15/03/2019
Fullt starf Bílar Iðnaðarmenn Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Við leitum að hörkudug­legum ein­stak­lingi til að sjá um kaup og sölu öku­tækja á Tjóna­sviði. Í boði er spenn­andi starf í sam­stilltu teymi sér­fræðinga í öku­tækja­tjónum.

 

Við leitum að ein­stak­lingi með:

 • reynslu af kaupum og sölu notaðra ökutækja

 • menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði bílgreina eða löggildingu bifreiðasala

 • reynslu af og/eða þekkingu á viðgerðum ökutækja

 • mikla þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum

 • góða færni í samningatækni og hæfni til að vinna sjálfstætt

Starfið felur meðal ann­ars í sér:

 • kaup og sölu ökutækja sem hafa orðið fyrir tjóni

 • ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini og verkstæði

 • yfirferð á tjónamati frá verkstæðum

 • samningagerð og frágang viðskipta með ökutæki


Nán­ari upp­lýs­ingar veitir Hjalti Þór Guðmunds­son for­stöðumaður öku­tækja­tjóna, hjalti.gudmundsson@sjova.is.

Um­sókn­ar­frestur er til og með 24. mars nk. Sótt er um hér fyrir neðan.

Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmti­legur hópur fólks sem kapp­kostar að veita viðskipta­vinum af­burðaþjón­ustu. Ný­leg könnun leiðir í ljós að starfs­ánægja hjá okkur er með því mesta sem ger­ist hér­lendis.

Sjóvá er efst trygg­inga­fé­laga í Íslensku ánægju­vog­inni. Við gleðjumst yfir því að viðskipta­vinir okkar séu ánægðari.